Samþykki fyrir tölvupóstmarkaðsfærslu

1. Almennt

Fréttabréfið okkar er þjónusta á vegum Coolshop.com, VAT GB 280 358 106 - Loftbrovej 28-30, 9400 Nørresundby, Danmörku.

Coolshop ber ábyrgð á meðhöndlun persónuupplýsinga sem eru notaðar til að senda út fréttabréf og rafrænt markaðsefni til þín, með samþykki þínu. Með öðrum orðum, þá er Coolshop ábyrgðaraðili fyrir persónuupplýsingar þínar. Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar (www.coolshop.is) og kaupir eitthvað, eru upplýsingarnar vistaðar í gagnagrunni okkar og meðhöndlaðar eins og lýst er hér fyrir neðan.

Farið verður með vistaðar persónuupplýsingar þínar sem trúnaðarmál og þú getur hvenær sem er breytt eða eytt persónuupplýsingum þínum sem við höfum aflað gegnum Coolshop-aðgang þinn.

Gegnum Coolshop-aðganginn geturðu hvenær sem er afturkallað samþykki þitt.

2. Notkun vefsíðunnar og rafræns markaðar

Á grundvelli samþykkis þíns safnar Coolshop og vinnur úr gögnum um atferli þitt á Coolshop, þar á meðal um heimsóttar síður, innkaupakörfuna og kaupsögu þína.

Öflun upplýsinga er gegnum Coolshop-aðganginn þinn og með vefkökum til að gera kaupreynslu þína persónulegri og eins viðeigandi og unnt er. Sjá nánar stefnu okkar um Vefkökur.

Á þessum forsendum getum við mótað nærmynd af viðskiptavini til að senda þér fréttabréf, vöruupplýsingar og sérsniðið markaðsefni fyrir þig.

Notandasniðið efni

Hjá Coolshop viljum við veita þér bestu innkaupareynsluna og besta kynningarefnið. Með innskráningu í Coolshop-aðganginn notum við veittar upplýsingar til að sníða efni fyrir þig, t.d. miðað við skoðaðar síður og kaupsögu.

Ef þú ert ekki inni á Coolshop-aðganginum notum við vefkökur sem þú hefur samþykkt í vafranum þínum. . Þú getur alltaf eytt vefkökum ef þú vilt.

Við notum persónuupplýsingar þínar eingöngu til að senda þér tilboð og sérsniðið markaðsefni ef þú hefur samþykkt það. .  Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt gegnum Coolshop-aðganginn.

3. Hve oft sendið þið tölvupóst?

Þú mátt reikna með fréttabréfi okkar tvisvar í viku. Sérsniðin tilboð eru send þegar við teljum þau eiga erindi við þig.

Við reynum að takmarka tölvupósta svo þú fáir ekki of marga.

4. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?

Til að senda þér besta kynningarefnið notum við hugbúnað samstarfsaðila okkar fyrir gagnasöfnun og greiningu og til að senda fréttabréf.

Samstarfsaðilar okkar virða að fullu lög um markaðssetningu og GDPR og alger trúnaður gildir um persónugögn þín milli Coolshop og samstarfsaðila.

5. Fyrirvari

Við tökum enga ábyrgð á prentvillum og verðvillum, sem og verðbreytingum í fréttabréfinu. Verð á vefsíðu eru alltaf gildandi verð fyrir vörurnar.

Vörur eru sendar tafarlaust ef þær eru til á lager.

Við tökum enga ábyrgð á niðurtíma og tæknilegum örðugleikum sem geta hindrað þig í að nota þjónustu okkar eða fá fréttabréfin okkar.

Útgáfa 1.0
Síðast uppfært 23. maí 2022