Pantanir og stillingar

Skilmálar

1. Almennt

Coolshop.is
DK Company registration: 26457602
VAT-númer: VSK 135872
Stofnað: 2002 - Danmörk
Netfang: info (a) coolshop.is
Skilmálar uppfærðir: 21.10.2019

Coolshop er vefverslun þar sem viðskiptavinurinn getur keypt vörur sem Coolshop selur beint og aðrar vörur frá öðrum fyrirtækjum sem hafa ákveðið að selja vörur sínar gegnum vefsíðu Coolshop.

Við gerð sölusamnings milli Coolshop og viðskiptavinar gilda eftirfarandi skilmálar.

Þegar þriðji aðili tengist sölusamnningnum, gilda lög um vernd viðskiptavinar og önnur sértæk ákvæði tengd þriðja aðilanum, ásamt þessum skilmálum.

1.1 Efni þriðja aðila

Öll vörumerki tilheyra réttmætum eigendum þeirra. Coolshop getur ekki ábyrgst að efni á tenglum þriðju aðila gegnum Coolshop sé nákvæmt eða uppfært og ekki heldur að viðkomandi vefsíður virði sama samning um friðhelgi og geri sömu öryggisráðstafanir og Coolshop. Eigandi slóðar ber ábyrgð á efni hennar.

1.2 Force Majeure

Coolshop ber ekki ábyrgð á tjóni vegna óhjákvæmilegra hindrana, ófyrirséðra atburða eða breyttra aðstæðna sem Coolshop getur ekki haft áhrif á og sem Coolshop getur ekki komið í veg fyrir. Sem dæmi má nefna lögmæt verkföll, stríð, eldsvoða, veður, hryðjuverk, breytt lög, tæknileg vandamál, samskiptavillur, erfiðleikar birgis eða eitthvað af völdum framangreinds. Við óhjákvæmilegar aðstæður gildir ekki tjóna-og bótaábyrgð. Coolshop ber að tilkynna viðskiptavini eins fljótt og auðið er um mögulegar óhjákvæmilegar aðstæður sem hafa áhrif á sölusamninginn.

1.3 Breytingar á þessum skilmálum

Coolshop áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum einhliða án þess að tilkynna það viðskiptavini fyrirfram. Allar pantanir hlíta skilmálum sem voru í gildi á kauptíma og sýnilegir á vefsíðu Coolshop. Allar breytingar taka tafarlaust gildi nema annað sé tekið fram. Nýjustu skilmálar eru alltaf á vefsíðunni. Viðskiptavinir verða ekki endilega upplýstir hver um sig um breytingarnar, t.d. með tölvupósti. Viðskiptavinurinn þarf alltaf að lesa og samþykkja skilmálana fyrir kaup.

2. Réttindi og skyldur viðskiptavinar

Coolshop.is selur lögráða einstaklingum (viðskiptavinum) vörur og ólögráða einstaklingum undir 18 ára aldri með samþykki forráðamanna. Hvers konar lánakaup eru bönnuð fólki yngra en 18 ára.

Coolshop getur einnig selt fyrirtækjum og viðskiptafélögum með samningi sem gerður er beint við kaupanda hverju sinni.

Með pöntun frá Coolshop stofnar kaupandi notandaaðgang að versluninni. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að veita seljanda nýjar og nákvæmar upplýsingar og einnig á mistökum í upplýsingum. Um meðhöndlun og vernd Coolshop á upplýsingunum er fjallað í friðhelgistefnu Coolshop sem er einnig hluti af þessum skilmálum.

Viðskiptavinur getur alltaf skoðað stöðu sína gegnum aðgang sinn og skoðað valdar vörur.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á aðgangsupplýsingum sínum og gætir þess að utanaðkomandi aðilar komist ekki yfir þær. Ef þessa er ekki gætt gæti viðskiptavinur þurft að greiða fyrir kaup annars aðila með aðgangsupplýsingum viðskiptavinar.

Viðskiptavinur gæti fengið beiðnir um að meta pantaða hluti eða fengið senda spurningalista. Ekki er skylt að svara eða bregðast við slíkum beiðnum.

Tjón á vörum sem kemur í ljós við móttöku ber að tjá seljanda, Coolshop, án tafar. Tjón tilkynnt eftir 14 daga frá móttöku telst ekki vera vegna rangrar meðhöndlunar seljanda eða flutningsaðila. Undantekningar verða metnar hverju sinni milli viðskiptavinar og þjónustu seljanda.

Aðgangi, sem brýtur í bága við þessa skilmála, má loka fyrirfaralaust.

2.1 Friðhelgisstefna

Friðhelgisstefna þessara skilmála er hér: https://www.coolshop.is/minisite/t/privacy

Upplýsingar um vefkökur eru hér: https://www.coolshop.is/minisite/t/cookie

2.2 Beiðni um eyðingu upplýsinga

Ósk um eyðingu upplýsinga viðskiptavinar verður meðhöndluð samkvæmt þessum skilmálum og orðið verður við beiðninni samkvæmt dönskum lögum og reglugerðum ESB um persónupplýsingar, eins fljótt og auðið er.

3. Vörur og verð

Verð á síðunni eru með sköttum. Allar vörulýsingar eru eins nákvæmar og unnt er, með upplýsingum frá birtanda eða framleiðanda. Ef verð er rangt, verður vara ekki seld ef viðskiptavinur staðfestir að hafa skilið að verðið sé ónákvæmt.

Vörumyndir eru eingöngu til skrauts. Myndirnar sýna ekki endilega ástand, eðli eða uppruna vöru. Coolshop ber ekki ábyrgð á upplýsingum þriðju aðila.

Að undanskilum augljósum verðvillum eins og lýst er í fyrstu málsgrein þessa liðar, eru vörur seldar á því verði sem var samþykkt við staðfestingu pöntunar. Viðskiptavinur er ekki upplýstur um verðlækkun vöru en hefur rétt til að upplýsa seljanda um verðlækkanir og hægt er að semja um pöntunarverð til að endurspegla verðlækkun.

Þótt flestir leikir sem seldir eru á Coolshop, séu fyrir íslenskan markað, geta komið upp tilvik þar sem við reynum að bjóða lægsta mögulega verð, að vörur séu merktar ,,Ekki til sölu á Íslandi". Þrátt fyrir það mun leikurinn ganga prýðilega í þinni tölvu.

Við skiljum að þetta getur komið sumum á óvart. En það er ekkert athugavert við leikina og varan er í fullu gildi. Aðalvöruhúsið og höfuðstöðvar Coolshop eru á Norður-Jótlandi. Coolshop er samevrópskt fyrirtæki og varan getur komið frá evrópsku útibúi framleiðanda og ekki frá útibúinu á Íslandi.

Coolshop ber ekki ábyrgð á pöntun vara frá framleiðanda til að geta sent einhverja vöru samkvæmt pöntun, þó pöntun sé staðfest. Ef varan er ekki lengur framleidd verður pöntun endurgreidd samkvæmt mati hverju sinni.

4. Greiðsla

Hægt er að greiða með VISA, MasterCard eða VISA Electron. Allar greiðslur eru í íslenskum krónum.

Nýjustu upplýsingar um greiðsluaðferðir er alltaf að finna á https://www.coolshop.is/minisite/t/payment.

Coolshop er danskt fyrirtæki og því er á sumum kortum innheimt greiðslugjald við kaup milli landa. Þetta gjald leggur útgefandi kortsins á, EKKI Coolshop. Sumir bankar innheimta eingöngu gjald fyrir viðskipti í erlendri mynt en það fer eftir útgefanda kortsins.

Þjónustuver Coolshop svarar spurningum um Coolshop-reikninga.

Þú færð tilkynningu í tölvupósti þegar við höfum sent vöru af stað til þín. Andmæli verða að berast innan 4 virkra daga frá sendingu tilkynningar. Greiðslur með debitkorti eru alltaf varðar gegn misnotkun. Þú getur neitað greiðslu þegar þú færð greiðsluyfirlit þitt. Ef greiðslukortið er misnotað í vefverslun sem notar SSL (Secure Socket Layer) í greiðslukerfi sínu, nýturðu verndar og getur endurheimt tapað fé. Þannig nýturðu meiri varnar en í raunheimum.

Framlagðar upplýsingar þínar í tengslum við kaup með greiðslukorti eru dulkóðaðar (SSL). Hvorki Coolshop né aðrir geta lesið gögnin þín.

Ef viðskiptavinur á Coolshop-punkta á reikningi sínum getur hann/hún notað þá til að lækka verð pöntunar samkvæmt punktaskilmálum sem má sjá á https://www.coolshop.is/minisite/t/point.

Maestro Card greiðsla

Þegar VISA, MasterCard eða VISA Electron er notað, skuldfærum við kortið eingöngu þegar vörurnar eru til og tilbúnar til sendingar. Vegna vinnsluskilmála Solo og Maestro-korta þurfum við að taka greiðsluna fyrirfram, án tillits til þess hvort hún er til eða ekki.

Við skuldfærum eingöngu upphæð pöntunar og aldrei hærri upphæð en þú hefur heimilað og samþykkt. Það gildir um öll kort og greiðslur.

MIKILVÆGT! Á yfirlitinu þínu verða úttektir frá Entertainment Trading A/S. Coolshop er viðskiptaheiti Entertainment Trading A/S.

5. Sending og flutningur

Coolshop.is sendir til Íslands (danskur markaður, farið á: http://www.coolshop.dk eða sænskur markaður, farið á http://www.spelbutiken.se). Meðalflutningstími er mismunandi eftir vörum en alltaf er hægt að sjá áætlaðan afhendingartíma á vörunni.

Við reynum alltaf að senda pantanir fyrir klukkan 15:00 mánudaga-fimmtudaga (á föstudögum 14:30). Þegar mikið er að gera er þetta stundum ekki hægt vegna umfangs og því verða pantanir sendar um leið og hægt er. Við bjóðum ekki endurgreiðslu vegna tafa á afhendingu.

Flutningstími er áætlaður samkvæmt upplýsingum Coolshop frá flytjendum varanna og upplýsingum frá framleiðendum og birtendum þeirra.

Afhendingartími er háður því hvort varan er til á lager. Yfirleitt er miðað við 7-14virka daga frá sendingu en sá tími getur lengst ef óviðráðanlegar kringumstæður trufla póstþjónustu. Týnd/tafin vara: Við þurfum að bíða í 15 daga áður en við getum rakið, skipt út eða endurgreitt týndar vörur.

Ef varan er ekki á lager fer afhendingartími eftir því hve lengi við erum að fá vöruna frá birgi. Á aðgangi þínum á Coolshop.is geturðu alltaf séð stöðuna á pöntunum þínum því við uppfærum jafnhratt  með nýjustu upplýsingum frá framleiðanda. Smelltu bara á ”Your Account” vinstra megin eða smelltu á tengilinn efst í staðfestingarskeytinu þínu. Alltaf er hægt að sjá áætlaðan afhendingartíma og birgðastöðu á vörulýsingu áður en er pantað.

Þegar vara er send af stað færðu tilkynningu um það í tölvuskeyti sem er sjálfvirkt og sent frá okkur um klukkan 07:00. Þegar þú færð skeyti um staðfestingu þýðir það að við höfum skuldfært, valið og sent vöruna á tilgreint heimilisfang á aðgangi þínum. Ef pöntun er ekki komin  fjórtán virkum dögum eftir staðfestingu, hafðu samband við þjónustuver okkar með fyrirspurn. Að öðrum kosti teljum við vöruna hafa borist þér 14 virkum dögum eftir pöntun.

Ef vörusending týnist eða tefst vegna rangra upplýsinga á pöntun ber Coolshop.is enga ábyrgð undir neinum kringumstæðum.

Við bjóðum ókeypis skipta þjónustu á öllum pöntunum. T.d. ef pantaðir eru 2 tölvuleikir og annar er ekki til á lager verður sá sem til er sendur strax en hinn sendur um leið og hann kemur á lager. Við skuldfærum kreditkortið þitt þar til öll pöntunin hefur verið afhent.

Ef tölvuleikur/vara er á bið, færðu sjálfkrafa upplýsingar um afhendingartíma samkvæmt nýjum upplýsingum sem koma beint frá framleiðanda til okkar.

Pantanir eru sendar stakar samkvæmt lagerstöðu en stórar pantanir eru sendar þegar hægt er að senda allt samtímis. Það þýðir að ekki er hægt að senda pöntun í mörgum hlutum á ólíkum dögum.

Ef sending fer þangað sem hún verður sótt ber viðskiptavinur ábyrgð á að sækja vöruna í tæka tíð. Yfirleitt þarf að sýna skilríki þegar vara er sótt.

6. Afpöntunarréttur

Viðskiptavinur getur ógilt ómeðhöndlaða pöntun gegnum Coolshop-reikning sinn. Athugið að kerfið getur verið allt að 15 mínútur að skrá staðfestingu á pöntun og á þeim tíma er mögulegt að afpantanir verði ekki skráðar. Eftir afpöntun verður ógilding staðfest innan 15 mínútna. Ef afpöntun er staðfest fær viðskiptavinur endurgreiðslu.

Einnig er hægt að afpanta með skriflegri tilkynningu til þjónustuvers Coolshop, annað hvort með tölvuskeyti eða gegnum netspjall. Eftir að afpöntunarbeiðni er móttekin af starfsmanni Coolshop getur tekið allt að 2 sólarhringa að ógilda pöntun og mögulega hefur pöntunin farið af stað á þeim tíma og þá er ekki hægt að ógilda pöntunina.

Pantanir sem viðskiptavinur hefði getað ógilt í tæka tíð gegnum Coolshop-reikning sinn, en voru sendar út, teljast ekki hafa verið ógiltar.

7. Skilaréttur

Samkvæmt rétti þínum sem neytandi máttu skila keyptri vöru í sama ástandi og magni og við móttöku hennar.

Samkvæmt neytendaréttindum hefurðu skilarétt, þ.e. þú getur neitað móttöku eða skilað vörunni, svo fremi að varan berist okkur innan 14 daga frá móttöku, í upprunalegum umbúðum og efnislega í sama ástandi og við móttöku. Til að skila vöru þarftu að senda hana með fjórtán virkum dögum innan 14 daga en áður skaltu hafa samband við þjónustuver okkar. Það er hægt með tölvuskeyti til [email protected]. Varan skal send tryggilega og í öruggum umbúðum. Þegar þú nýtir þennan rétt gætirðu þurft að greiða flutningskostnað til okkar.

Athugið að vöru verður að skila ónotaðri og það gildir einnig um leikjatölvur (e. game consoles) (þar á meðal en ekki eingöngu PlayStation 3 [Allar gerðir], PlayStation 4 [Allar gerðir], Xbox 360 [Allar gerðir], Xbox One [Allar gerðir], Nintendo Wii, PlayStation 2, Nintendo DS [Allar gerðir], Nintendo DS Lite, PSP 2 [Allar gerðir], PSP[Allar gerðir]), og fylgihluti (fjarstýringar (e. controllers) og minniskort) þar sem notkun vöru telst mikil rýrnun á verðgildi hennar og þar með telst henni ekki vera skilað efnislega í sama ástandi. Nærfötum, ilmvatni, hreinlætisvörum og álíka vörum þarf að skila algerlega ónotuðum og eins og nýjum. Einnig er þess krafist að vörum sé skilað í upprunalegum umbúðum.

MIKILVÆGT! Varðandi leiki og annan hugbúnað er eingöngu hægt að skila vörum ef plastumbúðir eru órofnar. Ef vara er tekin úr upprunalegum umbúðum getur það haft áhrif á réttindi þín samkvæmt sölusamningnum.

Starfsfólk Coolshop getur gert sérstaka skilasamninga við viðskiptavin. Upplýsingarnar verða að vera skriflegar, með tölvupósti eða í netspjalli.

Skilavörur eru skoðaðar og athugað hvort þær uppfylla skilaskilmálana. Endurgreiðsla eða útskipti verða meðhöndluð án tafa. Látið fylgja Coolshop-reikningsaðganginn (yfirleitt 6 tölustafir á lengd) og pöntunarauðkenni (yfirleitt 8 tölustafir) svo hægt sé að endurgreiða féð samkvæmt upprunalegri greiðsluaðferð. Skilavörur eru meðhöndlaðar við skil. Ef vara er ekki endurgreidd /skilað og/eða þú heyrir ekki frá okkur innan 9 virkra daga, hafðu endilega samband.

Stórum pöntunum verður að skila í heild sinni en ekki í hlutum. Ef hluta af stórri pöntun er skilað, áskilur Coolshop sér rétt til að meðhöndla sendinguna sem sendingu til seljanda sem gallaðri vöru samkvæmt þriggja mánaða biðtíma eins og fram kemur í 8. kafla. Ábyrgð á skekkjum.

Ef skila á vöru skal senda hana á eftirfarandi heimilisfang:

Coolshop Returns
c/o Kids Coolshop Iceland ehf.
Smaratorg 3
201 Kopavogur
Ísland

*Áður en skilavörur eru sendar til okkar, er mikilvægt að fá kvittun fyrir sendununni á pósthúsinu*

Búið vel um skilavörur til að forðast tjón. Bætið við minnst 10 cm af tróði fyrir vörur sem eru ekki í upprunalegum umbúðum framleiðanda fyrir flutning. Coolshop ber ekki ábyrgð á tjóni vegna slæmra eða óvandaðra umbúða.

Skilavörur eru ekki samþykktar ef ætlast er til að seljandi sæki þær á áfangastað. Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu varðandi flutning á vörum sem ekki eru sendar beint til seljanda.

Athugið að pöntun sem hefur verið hafnað og endursend til sendanda telst ekki skilavara lögum samkvæmt. Samkvæmt lögum ESB þarf alltaf að upplýsa seljanda um skil til að höfnun/ógilding pöntunar teljist gild.

Kóðaðir leiki á netinu

Í samræmi við neytendarétt er það stefna Coolshop að ekki er hægt að endurgreiða eða skila leikjum sem hafa verið opnaðir á internetinu. Ef svo ólíklega vill til að leikurinn virkar ekki vegna framleiðslugalla þarftu að hafa beint samband við útgefanda til að leysa málið. Endurgreiðsla eða útskipti koma ekki til greina.

Kóðar í tölvuskeyti og aðrar vörur sem eru sendar rafrænt teljast opnaðar og notaðar þegar skeytið hefur verið sent.

8. Ábyrgð

Coolshop áskilur sér rétt til að skuldfæra viðskiptavin vegna kostnaðar af völdum viðskiptavinar eða vegna aðgerða eða vanefnda viðskiptavinar. Þar á meðal vegna aukalegrar flutningsþjónustu, ef innihald vantar og óeðlilegar tafa.

Coolshop tilkynnir viðskiptavini um aukakostnað án óþarfa tafa, þegar það kemur upp.

Gallaðar vörur sendar Coolshop til viðgerða eða skila verða skoðaðar og mögulegar skekkjur staðfestar. Eftir móttöku getur skoðunarferlið tekið 7-14  virka daga. Viðgerðaferli í kjölfar þess getur tekið allt að 30 daga eða meira og fer það eftir viðkomandi vöru og verklagi framleiðanda.

Tjón er aðeins hægt að bæta með fullu verði upprunarlegrar vöru. Endurgreiðsla getur líka verið lægri. Endurgreiðsla getur farið fram með millifærslu á fé eða Coolshop-punktum.

Tjón vegna óviljandi notkunar vöru eða án þess að athuga notendahandbókina, hafi hún fylgt, eða ef tjónið er viljandi, verður það ekki bætt. Opnun á vöru ógildir ábyrgð nema framleiðandi taki annað fram.

Coolshop bætir ekki pöntun þar sem gallinn er vegna skekkju í upprunalegu efni. Ef galli er með fyrirvara um túlkun ber viðskiptavinur ábyrgðina.

Breyting þriðja aðila ógilda alla viðgerðaþjónustu.

Coolshop bætir hvorki beint né óbeint tjón af völdum gallans.

Gallaðar vörur sem eru endursendar Coolshop vegna viðgerða verða endurnýttar ef þeirra er ekki krafist innan 3 mánaða frá viðgerðartilraun. Viðskiptavinur fær tölvuskeyti um viðgerðastöðu vörunnar.

3 mánaða biðtími gildir einnig um sendingar til seljanda án fullnægjandi upplýsinga til að auðkenna sendinguna.

Ef viðskiptavinur sendir Coolshop ógallaða vöru til viðgerða og varan er annað hvort ekki gölluð eða tjónið er af völdum viðskiptavinar, endursendir Coolshop vöruna til viðskiptavinar og áskilur sér rétt til að krefja viðskiptavininn um greiðslu fyrir ónauðsynlega eða óþarfa vinnu sem og pappírsvinnu sem til hefur fallið vegna vörunnar. Grunnkostnaður er 4400 isk auk VSK fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur í viðgerð á hlutnum.



9. Verðtrygging

Á Coolshop.is stefnum við að því að tryggja þér besta verðið fyrir alla hluti sem þú finnur í vörulistanum okkar. Þess vegna bjóðum við upp á verðtryggingu.

Til að geta keypt vöruna á lægra verði, vinsamlegast hafðu samband við LIVE CHAT okkar áður en þú pantar. Við þurfum skjöl fyrir verðinu áður en hægt er að nota verðtrygginguna. Ef þú finnur vöruna ódýrari innan 14 daga frá því að varan var send, samkvæmt viðmiðunum hér að neðan, geturðu fengið mismuninn endurgreiddan. Þú hefur einfaldlega samband við þjónustuver Coolshop og við útvegum það fyrir þig.

Til að tryggja sanngjarnan samanburð verður verðið sem við samsvarum að uppfylla þessar einföldu kröfur áður en þú hefur samband við lifandi spjallið okkar:

- Hluturinn á Coolshop verður að vera merktur með verðtryggingartákninu.

- Varan þarf að vera til á lager í versluninni sem við pössum. Við pössum ekki við fjargeymslu og svipaðar upplýsingar.

- Það verða að vera skjöl fyrir verðinu sem þú hefur fundið. Skjölin geta verið í formi hlekks eða myndar. 

- Við jöfnum það tilboð sem þú hefur fundið í annari búð. Ef það tilboð krefst þess að varan sé sótt, jöfnum við verðið við það að sótt sé á okkar eigin aðallager á Smaratorg 3 í 201 Kopavogur, og ef verðið er með innifaldri sendingu, þá jöfnum við verðið með sendingu.

- Hluturinn verður að vera alveg eins bæði í lit og EAN (strikamerki).

- Verðábyrgðin tekur aðeins til vara sem uppfylla danskar reglur um virðisaukaskatt, tolla, ábyrgð og neytendavernd.

- Verðið má ekki vera innifalið í biðröðtilboðum, lokaútsölum, 1 dags tilboðum, lagersölu, „já takk“ tilboðum á netinu, afsláttarkóðum eða tilboðum með takmörkuðu framboði. Verðið má heldur ekki vera félagsverð eða á annan hátt háð aðild/áskrift.

- Þar sem verðábyrgðin er þjónusta sem einkaviðskiptavinum er boðið upp á er þetta frátekið fyrir eitt stykki pr viðskiptavinur og er síðan parað saman.

Þú getur lesið meira um verðábyrgð okkar hér.


10. Endurheimt og kvartanir

Ekki fer allt eins og ætlað er en við erum líka búin undir slíkt. Þjónustustig okkar er mjög hátt og við kappkostum að bæta hana ef mögulegt er. Við tökum kvartanir mjög alvarlega og gerum allt til að leysa úr þeim eins fljótt og auðið er.

Kvartanir vegna óafhentrar vöru verða að berast innan 4-5 virkra daga frá sendingartilkynningu með tölvuskeyti.

Hafi sendingar orðið fyrir tjóni í flutningi þarf að leggja fram kröfu sem fyrst eftir móttöku. Skrá verður tjónið. Ljósmyndir af tjóninu og staðfestingu á því frá flytjanda má senda þjónustuveri okkar [email protected]. Viðskiptavini er skylt að láta Coolshop í té nauðsynleg gögn eða upplýsingar til að auðkenna pöntunina. Viðskiptavinur kann að þurfa að sanna að hann/hún hafi keypt vöruna með greiðslustaðfestingu.

Aðeins skriflegar endurheimtir eru meðhöndlaðar. Munnlegar kröfur verða ekki teknar til greina. Senda má endurheimtarkröfu á [email protected] eða á heimilisfang sem seljandi gefur upp. Endurheimtarkrafa getur verið rafræn ef þjónustuver Coolshop tiltekur það.

Starfsfólk þjónustuvers meðhöndlar ekki kröfurnar beint. Þær fara til endurheimtardeildar og ef þörf krefur, kemur starfsfólk Coolshop að meðhöndluninni.

Hafirðu spurningar eða kvartanir skaltu hafa samband við þjónustuverið gegnum netspjallið.

Svör við flestum algengum vandamálum er að finna á FAQ-síðu okkar.

Kóðaðir netleikir

Endurheimtarstefna er eins með kóðaða netleiki varðandi skilastefnu. Útskipti eða endurgreiðsla er ekki veitt.

Við kaup á niðurhöluðum leik eða vörum þar sem kóði er sendur með tölvuskeyti, ábyrgjumst við að hægt er að endurheimta vöruna og hún virkar í allt að 3 ár.

10.1 Upplýsingar um kvörtunarferlið

Notið kvartanagátt framkvæmdastjórnar ESB til að framvísa kvörtun. Þetta á einkum við um viðskiptavini sem búa utan Danmerkur þar sem Coolshop hefur aðalstöðvar. Sendið kvartanir hingað: http: //ec.europa.eu/odr. Skráið netfangið okkar í kvörtun [email protected].

11. Sérstök þjónusta

Coolshop veitir stundum óskráða sérþjónustu sem er samið um hverju sinni við viðskiptavininn.

Sérpöntunum, breyttum hlutum og sérþjónustu við viðskiptavin fylgir ekki ógildingarréttur eða skilaréttur. Sérmeðferð sem er hafin verður gjaldfærð ef ógilding fer fram eftir staðfestingu pöntunar, en áður en vara er afhent viðskiptavini. Reynt verður að stöðva alla vinnu eins fljótt og auðið er eftir ógildingu.

12. Tilboð og takmarkanir

Smásöluviðskiptavinir kunna að hafa samning sem er alfarið ólíkur eða að hluta efni þessara skilmála. Öll tilboð á vefsíðunni eru eingöngu fyrir einkaviðskiptavini og ekki fyrir smásöluviðskipti.

Stundum kunna að vera árstíðabundnir eða aðrir tímabundnir skilmálar sem gilda ásamt þessum ákvæðum, t.d. lengdur skilaréttur. Viðbótarskilmálar gilda eingöngu í skilgreindan gildistíma seljanda og aðeins fyrir viðkomandi vörur. Þegar viðbótarskilmálar falla úr gildi eða þeim er rift, gilda þessir skilmálar eins og þeir hljóða.

Tilboð sem miðast við magn eða sérstaka vöru gilda bara í viðkomandi tilboðstíma eða þar til varan er uppseld.

Sumar vörur kunna að vera með fyrirvara um aldur eða magn. Í þeim tilvikum þarf viðskiptavinur að geta veitt nauðsynlegar upplýsingar til að staðfesta lögmæti kaupanna, annað hvort við Coolshop eða þriðja aðila, t.d. flytjanda.

Allar notaðar vörur eru seldar í því ástandi sem þær eru.

. Birgðastaða er eins uppfærð og hægt er en tafir gætu orðið ef álagið er mikið, t.d. við mikla sölu.

13. Ráðandi lög og lögsaga í ágreiningi

Allur ágreiningur verður leystur með samningi við seljanda eftir viðræður við þjónustuver seljanda. Í ágreiningi mun seljandi beita dönskum lögum og meginreglum umboðsmanns neytenda í Danmörku eða öðru Evrópulandi varðandi úrskurði.

Viðskiptavinur hefur rétt til að véfengja sérhvern lið í þessum ákvæðum. Ágreiningur varðandi ákvæði þessi eða túlkun þeirra verður eingöngu leystur samkvæmt dönskum lögum, fyrir þeim héraðsdómi sem er næstur höfuðstöðvum Coolshop.

Útgáfa 2.0
Síðast uppfært 5. desember 2023
Upp á topp